Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Nemendur í 1. bekk takast nú á við  eTwinningverkefnið 

 "Vorfiðrildin", "The Garden full of Spring Butterflies".

Verkefnið snýst um að vekja athygli nemenda á vorinu. Í fyrra unnu sömu nemendur verkefnið um "Vorfuglarnir í trénu" sem var vinsælt meðal nemenda. 

Nemendur frá um fjörutíu löndum í Evrópu taka þátt í verkefninu eða nærri einn skóli frá hverju landi í Evrópu. Þeir búa til jafnmörg fiðrildi og löndin eru sem taka þátt. Fiðrildin eru síðan send með venjulegum bréfpósti til sérhvers lands ásamt lýsingu á því og hver gerði fuglinn og upplýsingar um skólann fylgja einnig með. Þannig að hvert land fær fiðrildi til að skeyta með í skólanum sínum. Í Flataskóla eru fiðrildin sem koma til okkar sett upp á vegg með upplýsingum um hvaðan þau eru ásamt stóru Evrópukorti þar sem merkt er inn á hvaðan þau koma. Kennarinn fer yfir hvaðan þau koma og landið er skoðað á landakortinu og kennarinn les fyrir nemendur lýsingu sem fylgir hverju fiðrildi.

Nemendur í 1. bekk bjuggu til "klemmufiðrildi" að þessu sinni. Áður fengu þeir smá fræðslu um þetta smádýr og þeim voru sýndar myndir af mismunandi íslenskum fiðrildum.

Á vefsvæði eTwinningTwin Space, er að finna myndir og fleira tengt verkefninu og er opið öllum til skoðunar.

Skýring á ferlinu um verkefnið er hér fyrir neðan.

 

  • In each school will be made as many butterflies as there are countries in this project. About 40.
  • One butterfly will be send in an envelope to every other school.
  • The butterfly can ether be like a real butterfly or just imaginary butterfly. The size should be about 20 cms x 30 cms.
  • The butterflies will be placed somewhere to be seen at schools.
  • Photos and/or videos will be taken and shared here.
  • The butterflies should be sent by the end of April.


English
Hafðu samband