Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Villtu dýrin okkar 

Um verkefnið:

Verkefni þetta er það fjórða í röðinni um dýr og plöntur sem stýrt er af Sari í Finnlandi. Hin verkefnin voru um fuglana, blómin og fiðrildin. Nú vinna börnin með villt dýr í heimalandinu. Þau velja sér dýr og teikna/búa til afrit af því eins og þau vilja/geta og senda eitt eintak af því til allra hinna landanna. Þannig fær hver skóli afrit af einu villtu dýri frá hverju hinna þátttökulandanna.

Markmið:

Börnin fá að kynnast villtum dýrum í öðrum löndum Evrópu og læra um umhverfi þeirra og hvernig þau lifa og hvar á jörðinni þau búa.

Vinnuaðferð:

Kennarar ákveða með nemendum hvaða dýr skal valið og búa til umsögn um dýrið og hver nemandi býr síðan til (föndrar) eitt eintak af dýrinu sem sent er til annarra þátttakenda.

Væntanlegur árangur:

Gefa nemendum hugmyndir um villt dýr í Evrópu og kynna dýr frá heimalandi og læra um mismun og líkindi með villtum dýrum annars staðar í Evrópu.

Nemendur úr 1. bekk taka þátt í verkefninu ásamt kennurum sínum þeim Ernu, Hrefnu og Önnu Margréti.

Vinnusvæði verkefnisins.

Myndir frá vinnu nemenda.

Hér fyrir neðan eru myndir úr fyrri verkefnum.

 

 

English
Hafðu samband