Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

 

Þrettán kennarar í 10 löndum unnu verkefnið "Sweet Halloween" á haustdögum 2014. Verkefnið gengur út á að skoða mismunandi siði sem tengjast"Halloween"  í þátttökulöndunum. Unnið verður með námsgreinar eins og listir, tungumál, landafræði, heimilisvenjur, upplýsingatækni og Evrópumálefni.

Nemendur eru á aldrinum 8 til 11 ára og stefnt er að þessum markmiðum: 

  • Fá betri skilning á menningu Evrópu
  • Stuðla að fjölbreytileika og jafnrétti
  • Kynnast lítt þekktum evrópskum tungumálum
  • Auka færni nemenda í að finna upplýsingar
  • Auka orðaforða nemenda í erlendum tungumálum
  • Auka samvinnu við aðra í Evrópu
  • Þróa listræna sköpunargáfu í listum

Verkfærin sem notuð voru eru:

  • Veffundir
  • Spjall
  • Tölvupóstur
  • Tónlist
  • Hugbúnaður (Power Point, myndbönd, myndir og teikningar)
  • Twinspace
  • Vefurinn

Þátttakendur frá öllum löndunum söfnuðu saman upplýsingum og bjuggu til efni sem allt var sett á Twinspace. Skólarnir voru síðan skreyttir með þessu efni sem unnið (prentað) var út. Lokaafurð var "e-book" sem sýnir margbreytileika tungumála í Evrópu.

English
Hafðu samband