Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

 

 

 

Flataskóli tekur nú áttunda árið í röð þátt í etwinningverkefninu Schoolovision.  Í fyrra lögðum við fram lagið "Gefðu allt sem þú átt eftir Jón Jónsson en það voru nemendur í 7. bekk sem fluttu lagið.  Flatóvision 2016 er haldin sem undankeppni fyrir Schoolovision ár hvert og þar fá nemendur í 4. til 7. bekk að koma með atriði að eigin vali en þó þurfa þeir að fara eftir reglum keppninnar hverju sinni. Að þessu sinni voru ekki gefin stig fyrir lögin heldur gáfu nemendur allra landanna umsagnir um lögin sem skoða má á Twinspacesvæði verkefnisins.

Sigurlag Flatóvision að þessu sinni var lagið "Dönsum burtu blúes" eftir StopWaitGo, sem 7. bekkur flutti á kraftmikinn og flottan hátt.  Í Flatóvision fá nemendur að koma með skemmtiatriði sem að þessu sinni komu frá stúlkum í 5. bekk en þær voru með jóga æfingar sem allir þátttakendur í salnum tóku þátt í á meðan dómarar fóru yfir niðurstöður sínar um besta framlagið að þessu sinni. Dómarar voru Arna Dís söngkona, Þórunn Clausen, Jóna ritari, Svanhvít kennari, Elín og Viktor úr Garðaskóla, fyrrum nemendur úr Flataskóla.

 

Hér er myndbandið sem nemendur sendu í Schoolovisionkeppnina 2016. Myndbandið var alfarið unnið af nemendum í 7. bekk og áttu þeir einnig hugmyndina að upptökustað og handriti. Skólinn hlaut 2. sætið í keppninni að þessu sinni en Úkraína fyrsta sætið.

Eins og undanfarin ár hefur verið venja að vera með undankeppni fyrir Schoolovision og er það nefnt Flatóvision  og var það haldið að hætti Eurovision föstudaginn 11. mars 2016, þar sem nemendur í 4. til 7. bekk komu með atriði (söng og dans). Það atriði sem vann var sett á bloggsíðu verkefnisins þar sem einnig er hægt að skoða framlög hinna skólanna í Evrópu.   

Hér fyrir neðan er myndband sem tekið var upp á Flatóvisionhátíðinni.

 

Nánari upplýsingar um þetta verkefni er að finna á bloggsíðum þess frá fyrri árum.

-------ooo00ooo-------      ------ooo00ooo-------    --------ooo00ooo--------

Reglur keppninnar í ár eru nánast þær sömu og áður en þær eru:
  1. Aðeins einn skóli frá hverju landi má taka þátt og er Flataskóli fulltrúi Íslands í þessu verkefni.
  2. Velja má söng/dans að eigin vali og það má syngja á hvaða tungumáli sem er. Það má vera þekkt lag, þjóðlag eða lag sem nemendur búa til sjálfir, lag sem enginn hefur heyrt áður. Lagið þarf að tengjast landinu á einhvern hátt. Lag þarf að vera eftir íslenskan höfund. Textinn getur t.d. verið um vináttu, umhverfismennt, frið, fólk o.s.frv. 
  3. Undirleikur má vera leikinn af nemendum, af CD-diski eða af foreldrum/kennurum. 
  4. Enginn hjálparsöngur né bakraddir mega vera í upptökunni. Nemendur verða að syngja allt lagið sjálfir. 
  5. Klæðnaður á sviði skal vera við hæfi 9 til 12 ára barna. 

 

English
Hafðu samband