Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flataskóli er þátttakandi í eTwinningverkefninu Schoolovision tíunda árið í röð. Verkefnið tekur mið af Eurovision keppninni og er Flataskóli fulltrúi Íslands í verkefninu. Þrjátíu og fimm skólar frá Evrópu eru þátttakendur að þessu sinni. Í fyrra lögðum við fram lagið "Nótt" eftir þá Svein Rúnar og Ágúst Ibsen og hlutum 4. sætið. Nemendur í 6. bekk fluttu lagið en það varð sigursælast á Flatóvision-hátíðinni sem haldin var í mars sama ár. Flatóvision er undankeppni fyrir Schoolovision og þar koma nemendur í 4. til 7. bekk koma með framlag sitt og utanaðkomandi dómarar eru fengnir til að dæma hvaða atriði verður sent í Schoolovision keppnina. Reglur keppninnar í ár eru hér fyrir neðan.

Sigurlag Flatóvision 2018 var lagið "Is it true" sem nemendur í 4. bekk fluttu en það er Eurovisionlag sem Jóhanna Guðrún flutti hér um árið fyrir hönd Íslands. Við lentum í 12. sæti með 81 stig. Tyrkland var í fyrsta sæti með 180 stig og Malta í 2. sæti með 166 stig.

Hér fyrir neðan er myndbandið "Is it true" flutt af nemendum í 4. bekk, framlag okkar í Schoolovision keppnina 2018.

Hægt er að skoða stigin hjá 21 efstu löndunum og myndböndin á bloggsíðu verkefnisins. 

Flatóvision 2018

Hér er hægt að skoða fyrri síður verkefnisins.

 

Reglur keppninnar í ár eru nánast þær sömu og áður en þær eru:

Aðeins einn skóli frá hverju landi má taka þátt og er Flataskóli fulltrúi Íslands í verkefninu.

Velja má söng/dans að eigin vali og það má syngja á hvaða tungumáli sem er.

Það má vera þekkt lag, þjóðlag eða lag sem nemendur búa til sjálfir, lag sem enginn hefur heyrt áður.

Lagið þarf að tengjast landinu á einhvern hátt.

Lag þarf að vera eftir íslenskan höfund. Textinn getur t.d. verið um vináttu, umhverfismennt, frið, fólk o.s.frv. 

Undirleikur má vera leikinn af nemendum,úr tölvunni/netinu eða af foreldrum/kennurum. 

Enginn hjálparsöngur né bakraddir mega vera í upptökunni.

Nemendur verða að syngja allt lagið sjálfir. 

Klæðnaður á sviði skal vera við hæfi 9 til 12 ára barna.

English
Hafðu samband