Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvision 2011


Flatóvision hefur nú verið haldið í þriðja sinn í Flataskóla, en þetta verkefni tengist samskiptaverkefninu Schoolovision sem skólinn er fulltrúi í fyrir hönd Íslands. Í Flatóvision fá nemendur að koma með framlag sem þau velja sjálf og æfa. Þau syngja og dansa og koma síðan fram fyrir fimm dómara sem valdir eru sérstaklega á hverju ári. Að þessu sinni voru gestadómarar þau Vitor Hugo, tónmenntakennari í Reykjanesbæ og Páll Óskar Hjálmtýsson, Ásta Lára Magnúsdóttir og Pétur Geir Magnússon úr nemendaráði Garðaskóla. Að auki vour þær Hjördís Ástráðsdóttir, tónmenntakennari og Halla Guðmundsdóttir, kennari, báðar frá Flataskóla.

Sjö hópar kepptu og sigraði 5. bekkur að þessu sinni með lagið Jungle drum eftir Emiliana Torrini. Það var samdóma álit þeirra sem voru á hátíðinni að öll atriðin hefðu verið mjög góð og góður og skemmtilegur bragur hefði einkennt bæði keppendur og áheyrendur. Útbúið verður myndband með söng og dans 5. bekkjar og verður það fulltrúi Íslands í Schoolovision keppninni að þessu sinni.

Dómarar komu frá Garðaskóla (tveir fulltrúar), Svanhvít og Hall kennarar við skólann, Páll Óskar stórsöngvari og Hjördís tónmenntakennari við skólann.

Kynnar voru úr 7. bekk


 

Yousef tók lagið fyrir áhorfendur en hann var að láta af störfum og hafði aðstoðað nemendur með sviðsframkomu o.fl. tengt hátíðinni.

Hér má sjá stutt myndband af öllum atriðum sem fram komu á hátíðinni.

 

Myndbandið Jungle Drum

 

English
Hafðu samband