Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Let´s turn the lights off

Nemendur í 4. bekk í Flataskóla munu taka þátt í e-twinning verkefni í vetur (2008-2009). Verkefnið sem við verðum þátttakendur í heitir Let´s turn the lights off .
Tilgangur verkefnisins er að nemendur geri sér grein fyrir að við eigum aðeins eina jörð og að við verðum að fara vel með hana. Mengunarvandinn er margvíslegur og viljum við að fólk alls staðar í heiminum geri sér grein fyrir að við verðum að taka saman höndum og minnka mengunina.
Á meðan á verkefninu stendur munum við búa til kerti úr kertaafgöngum. Kertið verður í umhverfisvænum/endurnýtanlegum kertastjaka. Allir nemendur munu gera kerti fyrir sig en einnig gerum við kerti til að senda samstarfsskólum okkar. Þegar að verkefninu lýkur taka nemendur kertin sín heim og þá verður ætlast til þess að nemendur ræði um verkefnið við heimilisfólk sitt við kertaljós í faðmi fjölskyldunnar.
Ásamt okkur munu skólar frá Slóveníu, Ítalíu, Bretlandi og Póllandi taka þátt í verkefninu en nemendurnir eru frá 6 til 10 ára.  Kennarnir sem taka þátt í verkefninu eru Ragna Gunnarsdóttir, Hanna Lóa Friðjónsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Kennarinn sem stýrir verkefninu er Marjeta frá Slóveníu og henni til aðstoðar er Armanda frá Ítalíu. 

Hér má sjá hvernig verkefnið þróast

     

          Auður                           Hanna Lóa                           Ragna

English
Hafðu samband