Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 What is your story?         

Hver er sagan þín? er samskiptaverkefni á vef eTwinning þar sem tveir nemendahópar annars vegar frá Íslandi og hins vegar frá Ítalíu unnu saman að því að skrifa sögur og myndskreyta þær. Sögurnar voru þýddar af móðurmáli nemenda yfir á ensku og öfugt. Tæknin var notuð til að örva hugmyndaflug nemenda og fyrir kennara til að skiptast á hugmyndum. Þarna speglaðist mismunandi menning landanna og nemendur fengu tækifæri til að kynnast hvernig nemendur í öðrum löndum vinna að sams konar verkefnum og bornar voru saman frásögur nemenda í löndunum. Leitast var við að láta verkefnin falla eins vel inn í námskrá nemenda og hægt er. Einnig var markmiðið að örva lestur nemenda og að þeir hefðu ánægju af ritun.

Vinnusvæði verkefnisins er á Twinspace svæðinu.

 

English
Hafðu samband