Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

eTwinningverkefnið "Dagur í leikskólanum" var unnið á vorönn 2015. Fylgst var með nemendum í skólastarfinu heilan dag í maí. Teknar voru myndir og myndskeið og búið til stutt myndband. 

Verkefnið gekk út á að sýna venjulegan dag í skólastarfi nokkurra skóla í Evrópu til að sýna börnunum að það sem þau eru að gera er bæði frábrugðið en einnig líkt því sem önnur börn í mismunandi löndum eru að gera á sama tíma. Aldur barnanna sem taka þátt í verkefninu er á milli 3 og 7 ára og efnið er gefið út á ensku. 

Markmiðið með verkefnið er að safna upplýsingum um skólastarf í mismunandi löndum sem hægt er að vinna með, skapa umræður og bera saman með börnunum í hverju landi. Ellefu lönd taka þátt í þessu verkefni: Litháen, Pólland, Slóvakía, Tyrkland, Svíþjóð, Lettland, Noregur, Ísland, Ítalía, Eistland og Búlgaría.

Hægt er að skoða vef verkefnisins á Twinspace svæðinu. Þar er að finna myndbönd, myndir og fleira sem tengist verkefninu.


 

 


 

English
Hafðu samband