Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennarar í Flataskóla og Árskóla á Sauðárkróki komu sér saman um að vinna sameiginlegt verkefni sem tengdist íslensku, landafræði, tölvu- og upplýsingatækni. Jóhanna Ólafsson kennari við Flataskóla tók verkefnið að sér og ákvað að smella sér aðeins út fyrir þægindarammann en hún hafði aldrei tekið þátt í svona verkefni áður en fannst það áhugavert og sló því til, en henni finnst gaman að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýjum kennsluháttum.

Verkefnið gengur út á að nemendur kynna skólann og byggðalagið sitt. Þeir skrifa umsögn á Padlet síðu um byggðina sína. Þeir finna atriði sem eru lýsandi fyrir hana og skrá það á síðuna. Þeir nota verkfæri eins og Padlet, word, vefleit, myndir, myndskeið o.fl.

Nemendur í 6. bekk tóku þátt í verkefninu í báðum skólunum. Nemendur í Flataskóla voru færri en í Árskóla eða 10 og notaði kennarinn smiðjuhóp í verkefnið. Það tók rúma viku í framkvæmd og endaði með veffundi á Skype sem nemendum þótti hvað skemmtilegast að fá að hittast á þennan hátt eftir að hafa unnið að sams konar verkefnum í heimaskólunum. 

Afrakstur verkefnisins liggur á verkefnasíðu eTwinningsverkefnisins.

 
English
Hafðu samband