Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Book it" verkefnið er unnið með nemendum í 3. bekk og kennurum þeirra. Tæplega 30 skólar víðs vegar að í Evrópu taka þátt í verkefninu.

Markmiðið er að fá nemendur til að lesa bækur og kynna þær fyrir öðrum með því að nota upplýsingatækni og ensku, einnig til að efla samvinnu og auka víðsýni o.s.frv.

Vinnuferlið er einfalt og stutt. Sett er fram einföld kynning á þátttökubekkjunum á verkefnasvæðið Twinspace. Nemendur kynna bókina sína með aðferðum sem þeir velja sjálfir (Comic Life, iMovie, Book Creator, Power Point, Word o.s.frv.). Afraksturinn er settur á Twinspace svæðið ásamt myndum af forsíðum bókanna.

Afraksturinn er safn bóka sem hægt er að skoða síðar með nemendum og vekja umræður og áhuga þeirra til frekari lesturs.

Verkefnasvæðið liggur hér.

 

 

Svipmyndir úr verkefnavinnu nemenda en þeir notuðu spjaldtölvur við að koma hugmyndum sínum á framfæri. Sumir notuðu iMovie og aðrir Book Creator og voru þeir orðnir ansi færir við að nota þessi verkfæri að loknu verkefni. Þá  fengu þeir aðstoð í lokin við að koma þessu á vefinn.

 

English
Hafðu samband