Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar



Art of Reading – Power of Creativity

Flataskóli tók þátt í verkefninu "Sköpunarkrafturinn - listin að lesa" veturna 2010 – 2012.

COMENIUS – tengir saman skóla í Evrópu.
Comenius-menntaáætlun Evrópusambandsins miðar að því að koma á gæðastarfi í skólum og tryggja Evrópuvitund í menntun. Styrkt eru fjölþjóðleg samstarfsverkefni við skóla víðs vegar í Evrópu. Einnig er lögð áhersla á að auka möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar kennara og efla tungumálanám á öllum skólastigum.
(Sótt af heimasíðu menntaáætlunar Evrópusambandsins).

Lestur og lestraráhugi nemenda hefur minnkað á undanförnum árum. Margar ástæður geta legið þar að baki en í nútímaþjóðfélagi stendur margt til boða hvað afþreyingu varðar. Við teljum að yndislestur hafi orðið undir í þessari samkeppni. Til þess að snúa þessari þróun við hér í skólanum hafa undirritaðar ákveðið að taka þátt í evrópsku samstarfsverkefni „Sköpunarkrafturinn – listin að lesa“. Þetta er verkefni sex skóla og þátttakendur eru nemendur og starfsfólk skólanna. Markmið verkefnisins er að efla lestur og læsi og hvetja nemendur til að lesa og skiptast á skoðunum m.a. í gegnum Internetið. Nemendur takast á við ýmis konar verkefni tengd lestri, ritun og með því að skoða menningu landanna. Þau lönd sem taka þátt í verkefninu ásamt Íslandi eru Tyrkland, Ítalía, Spánn, England og Pólland. Verkefninu er stjórnað frá Póllandi. Verkefnastjórar í Flataskóla eru Ingibjörg Baldursdóttir bókasafnsfræðingur og Kolbrún Svala Hjaltadóttir kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni. 


Á uppskeruhátið Landsskrifstofu Comeníusar 22. nóvember 2013 fékk verkefnið viðurkenningu sem fyrirmyndarverkefni í flokki grunnskóla. Ingibjörg og Kolbrún settu upp bás þar sem þær kynntu verkefnið og sýndu gögn frá vinnunni. 
Umsögn um verkefnið var á þessa leið:

"Verkefnið var vel skipulagt og fjölbreytt. Nær allir nemendur skólans tóku þátt í því ásamt nær öllu starfsfólki skólans.  Foreldrar tóku einnig þátt. Lögð var áhersla á að verkefnið félli inn í skólanámskrána og margt af því sem unnið var hefur öðlast sess í skólanum samanber lestrarmaraþon, ratleikur, bókaklúbbar og lestrarátak.  Verkefnið jók áhuga nemenda á lestri og var framkvæmd og kynning þess til fyrirmyndar".


Kolbrún og Ingibjörg að kynna verkefnið á uppskeruhátíðinni



Verkefni sem nemendur og kennarar unnu í tengslum við verkefnið veturinn 2010 - 2011 voru eftirfarandi: 

  • Nemendur skrifuðu sendibréf til erlendra nemenda
  • Þrír veffundir voru haldnir á önninni
  • Söguhorn var sett upp á bókasafninu
  • Kannaður var lestraráhugi nemenda í upphafi verkefnis
  • Nemendur heimsóttu fræðslusetur sem tengjast bókmenntum
  • Kynningarbréf um verkefnið var sent til foreldra
  • Nemendur hönnuðu táknmynd (logo) fyrir íslenska hluta verkefnisins
  • Comeníusarhorn var sett upp þar sem upplýsingar um verkefnið og verkefni nemenda voru sýnileg 
  • Verkefnastjórar fóru til Póllands í desember, Tyrklands í mars 2011, Spánar í maí og hittu verkefnastjóra hinna landanna
  • Lestrarveggir voru settir upp á vef bókasafnsins þar sem nemendur skráðu upplýsingar um lestur sinn í lestrarátaki
  • Stofnaðir voru bókasafnsklúbbar m.a. um Skúla skelfi
  • Rithöfundarnir Þorgrímur Þráinsson og Margrét Örnólfsdóttir komu í heimsókn og kynntu ritverk sín
  • Þemavika í lestri var um jólabækurnar
  • Lestrarmaraþon var haldið í 7. bekk þar sem viðfangsefnið var draugasaga
  • Búnir voru til hnettir í myndmennt sem tákna þátttökulöndin og voru þeir hengdir upp við bókasafnið
  •  

    - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Veturinn 2011 til 2012 voru eftirfarandi verkefni unnin:

  • Ferðir voru farnar til Englands í október 2011 og Ítalíu í maí 2012
  • Tókum á móti þátttakendum hinna skólanna hingað til Íslands í febrúar 2012
  • Sendum kynningarbréf til foreldra
  • Sendum foreldrabréf með lista yfir bækur sem þeir geta lesið fyrir börnin sín
  • Kynntum verkefnið fyrir bæjarstjórninni
  • Tókum þátt í samningu alþjóðlegrar sögu með hinum þátttökulöndunum
  • Stofnuðum nýja bókasafnsklúbba, t.d. umræðuhópar um bækur
  • Stofnuðum leshópa, allir lásu sömu bókina
  • Lestrarmaraþon á bókasafni (sólarhringsdvöl)
  • Lestrarþemavika, spurningaleikur (nemendur aðstoðuðu)
  • Ratleikur var haldinn í tengslum við alþjóðlegan dag læsis
  • Fengum ferðabangsann Czytus í heimsókn
  • Fengum rithöfunda í heimsókn til að kynna bækur sínar
  • Fórum í heimsóknir á fræðslu- og menntasetur til að kynnast því sem þau höfðu upp á að bjóða
  • Nemendur kynntu uppáhaldsbækurnar sínar, margmiðlunarsýning á Netinu
  • Sendum umfjöllun og auglýsingu um verkefnið í fjölmiðla (bæjarblaðið)
  • Skoðuðum áhrif verkefnisins á útlánafjölda bóka í skólasafninu
  • Könnun var endurtekin frá því í september 2010
  • Sýning á alþjóðlegu sögunni, leikrit, kvikmynd eða myndasýning

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

The project: "The art of reading - the power of creation" attending six schools: England, Iceland, Italy, Polish, Spain and Turkey.
Project duration: two years (2010-2012).
The main objective is to increase the number of students reading books and putting them into the world of literature as a world of fun and learning. To achieve this, our intention is to make one of the major participants in the project of school libraries, as well as to promote and advertise what will effectively reach the children and make them active readers.
We want to encourage students to read and share experiences with others through reading, writing, internet usage, the implementation of joint projects based on short stories, literary events, trips, visits to copyright. Both younger and older students will participate in competitions, shows and various studies. Reading circles will be established. We will write an international story. Create a special web site for libraries in each partner country. On the school grounds will be found Comenius corner where they will be available all the information about the project and what is currently being implemented. The project activities will be involved including children with special educational needs.
Parents will be encouraged in the newsletters to motivate their children to read by the joint visits to school libraries, work and borrow books to read them together at home. They will also be handed out a list of titles of books that the library has in its book collection.
We'll share the results of our actions on a special website, which will be available to all concerned.

Hér er hægt að skoða sameiginlegt vefsvæði verkefnisins.

Veffundur var haldinn 18. mars í tengslum við verkefnið Skúla skelfi sem 4. bekkur tekur þátt í.

Veffundur var haldinn 8. apríl í tengslum við verkefnið um Skúla skelfi.

Veffundur var haldinn 13. maí 2011

Skýrsla vegna heimsóknar til Póllands í desember 2010 (íslenska).

Skýrsla vegna heimsóknar til Póllands í desember 2010 (enska).

Kynning Póllandsferðar fyrir starfsfólk skólans.

Ingibjörg bókasafnsfræðingur og Kolbrún kennsluráðgjafi fóru sem fulltrúar skólans.

 

Myndband frá heimsókninni til Póllands

 

Skýrsla vegna heimsóknar til Tyrklands í febr/mars 2011 (enska).

Kynning Tyrklandsferðar fyrir starfsfólk Flataskóla.

Ingibjörg bókasafnsfræðingur, Kolbrún kennsluráðgjafi og Ásta Bára námsráðgjafi fóru sem fulltrúar Flataskóla í þessa ferð.

 

Myndband frá Tyrklandsheimsókninni

 

Skýrsla vegnar heimsóknar til Spánar - maí 2011 (enska).

Ingibjörg bókasafnsfræðingur og Kristín Ósk Þorleifsdóttir fóru sem fulltrúar Flataskóla í þessa ferð.

Kynning á Spánarferð fyrir starfsfólk skólans.

 

Skýrsla vegna heimsóknar til Englands - október 2011. Kolbrún kennsluráðgjafi og Sólveig Jóhanssdóttir skólasafnsvörður fóru sem fulltrúar Flataskóla.

Kynning Englandsferðar fyrir starfsfólk skólans.

 

Skýrsla vegna heimsóknar til Ítalíu - maí 2012. Kolbrún kennsluráðgjafi, Ingibjörg bókasafnsfræðingur og Auður Gunnarsdóttir umsjónarkennari fóru sem fulltrúar Flataskóla.

English
Hafðu samband