Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsavika

Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október en við í Flataskóla notum heila viku í að lesa, teikna og syngja um bangsa.

Nemendur í 1. og 2. bekk mega koma með bangsa að heiman þessa viku. Bangsasögur eru lesnar og teiknaðar eru myndir af böngsum. bangsalög eru sungin og spiluð og nemendur í þriðja bekk semja sögur og ljóð um bangsa.  

 

Rithöfundaheimsóknir

Á hverjum vetri fáum við rithöfunda til þess að lesa upp úr bókum sínum fyrir nemendur skólans.

Eftir kynningu þeirra og upplestur úr bókunum þeirra gefst nemendum tækifæri til umræðna og að spyrja rithöfundana ýmissa spurninga sem vakna við upplesturinn.

 

Evrópskur tungumáladagur

Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum evrópskum tungumáladegi. Á þessum degi er oft haldin fjölmenningarleg dagskrá á skólasafninu. Tungumáladagurinn er haldinn til að fagna fjölbreytileika tungumála og til að stuðla að auknum skilningi á menningu annarra þjóða.
Í Flataskóla eru margir nemendur af erlendum  uppruna.

Þekking og virðing á menningu annarra þjóða er undirstaða samheldni og umburðarlyndis og eflir skilning á mismunandi siðvenjum og tungumálum. 


Norræn bókasafnsvika

Norræna bókasafnsvikan er haldin hátíðleg í mörgum almennings- og skólasöfnum á Norðurlöndunum á hverju ári. Vakin er athygli nemenda á ýmsum skemmtilegum barnabókum sem til eru á safninu eftir norræna rithöfunda.

English
Hafðu samband