Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasafnið er upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans.
Eitt af aðalmarkmiðum safnsins er því að kenna nemendum að finna gögn á safninu og að þau þekki það kerfi sem notað er við uppröðun gagna.
 
Auk þess er markmið safnsins að nemendur læri að:

  • afla upplýsinga úr bókum og öðrum miðlum
  • vinna úr upplýsingum
  • skila niðurstöðum með mismunandi miðlum og kynna þær 
      

Lestur og lestrarhvatning er afar mikilvægur þáttur í starfsemi safnsins.
Markmiðið er að gera nemendur okkar að áhugasömum lesendum jafnt á skáldrit sem fræðirit.
Ef vel tekst til tökum við þátt í að móta lestrarvenjur þeirra til framtíðar.

English
Hafðu samband