Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á hverjum vetri taka nemendur í 3.-7. bekk þátt í lestrarátaki Flataskóla.

Hvert átak stendur yfir í eina viku og hefjast þau öll á skólasafninu.

Í byrjun hvers lestrarátaks kemur bekkurinn með bekkjarkennara sínum inn á safnið og þar er farið yfir þær reglur sem gilda, hvaða bækur eru við hæfi og hvernig fyrirkomulagið á að vera í lestrarátakinu.

Átök af þessu tagi hafa verið haldin mörg undanfarin ár í Flataskóla og hafa þau alltaf vakið áhuga nemenda á lestri og hvatt þau til að lesa sér til skemmtunar. Nemendur setja sér markmið í upphafi hvers átaks um hvað þeir ætla að lesa margar blaðsíður og skiptir það örugglega miklu máli fyrir niðurstöðuna. Sérhver nemandi reynir að ná þessu markmiði sínu og margir gera gott betur en það.
Nemendur fá efnisspurningar í lok hverrar bókar sem gerir það að verkum að þeir þurfa að íhuga vel efni bókanna því enginn veit fyrirfram hvaða spurningu þeir fá til að svara í lokin.

Markmiðið með því að skipuleggja lestrarátök er að örva nemendur til að lesa sem mest sér til ánægju. Á meðan á lestrarátaki stendur lesa nemendur gríðarlega mikið og láta ekki þar staðar numið heldur lesa áfram af fullum krafti eftir að lestrarátakinu lýkur.

Góð lestrarkunnátta er undirstaða fyrir góðum námsárangri nemenda til framtíðar. Lestrarátök skipta því miklu máli til að efla færni og áhuga nemenda á lestri góðra bóka.

English
Hafðu samband