Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafn Garðabæjar

Undanfarin ár hafa nemendur Flataskóla farið í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar með kennurum sínum.

Allir nemendur í 2. og 4. bekk fara í þessar heimsóknir og fá upplýsingar um starfsemi safnsins og hvað það hefur upp á að bjóða. Nemendur í 4. bekk, sem eiga ekki bókasafnsskírteini, fá þau gefins í þessari heimsókn.

Nemendur í 4. bekk undirbúa sig fyrir heimsóknina með því að útbúa spurningar sem þeir leggja fyrir barnabókavörðinn. Þeir taka myndir á bókasafninu og eru eins og nokkurs konar fréttamenn. Í næsta bókasafnstíma semja nemendur frásögn um heimsóknina og finna mynd á skólavefnum sem fylgir með.

Tilgangurinn með þessum heimsóknum er fyrst og fremst sá að tryggja að allir nemendur skólans viti hvar almenningssafnið er staðsett í bænum, hvaða þjónusta  er þar í boði og síðast en ekki síst að hvetja nemendur til þess að nýta sér bókasafnið, sérstaklega í skólafríum, þegar skólasafnið er lokað.

 

Heimsókn leikskólabarna 

Skólasafn Flataskóla fær iðulega góða gesti í heimsókn á haustdögum.

Skólahópar frá leikskólanunum í Garðabæ koma í heimsókn með leikskólakennurum sínum. Þeir fá leiðsögn um safnið og hlusta á sögur. Eftir að hafa skoðað dúkkurnar, bangsana og bikarana sem prýða safnið fá þeir sér bók að skoða.

Það er sérstök ánægja að taka á móti leikskólahópnunum.

English
Hafðu samband