Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsmaður á bókasafni: Sólveig Jóhannsdóttir

Skólasafnið er upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans og er þar alltaf líf og fjör. Nemendur koma og fá lánaðar bækur í tengslum við námið eða sér til skemmtunar og afþreyingar. Þar finna þeir einnig svör við ýmsum spurningum sem tengjast náminu eða sem koma upp í erli dagsins.
Kennarar fá lánaðar bækur, myndbönd, hljóðbækur, forrit og margmiðlunarefni til að örva námsáhuga nemendanna.

Safnið er opið frá kl. 8:00 til kl. 15:00 alla daga.

Nemendur koma reglulega á skólasafnið og vinna að ýmis konar verkefnum þar sem mikil áhersla er lögð á upplýsingalæsi.
Nemendur læra að breyta upplýsingum í þekkingu með því að afla, meta og flokka upplýsingar og skila niðurstöðum á markvissan hátt.

English
Hafðu samband