Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bílaumferð við skólann

Til að tryggja öryggi barna í skólanum eru foreldrar hvattir til að aka varlega við skólann og leggja bílum sínum í bílastæði, ekki í hringtorginu. Sýna þarf nágrönnum skólans og börnum sem ganga til skóla tillitssemi og aka varlega um Stekkjarflötina og leggja ekki við innkeyrslur húsa. Foreldrar eru hvattir til að stilla umferð bifreiða um skólasvæðið í hóf og hvetja börn sín til að ganga eða hjóla í skólann.

 

Hjólreiðar við skólann

Nemendum sem koma á hjólum í skólann ber að fara eftir siðum skólans og geyma þau læst í hjólagrindum á skólatíma. Nemendur eiga að nota hjólahjálma og virða allar öryggisreglur sem gilda um hjól. Sama gildir um það ef nemendur koma á hjólabrettum, hlaupahjólum eða línuskautum. Í frímínútum mega nemendur nota hjólabretti á ákveðnu svæði á skólalóðinni ef þeir eru með hjálma. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum og öðrum munum sem þeir koma með í skólann. Athygli er vakin á því að samkvæmt umferðarlögum er ekki mælt með því að börn yngri en 13 ára séu á rafdrifnum hjólum.
 

Til baka

English
Hafðu samband