Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rýmingaráætlun

Leitast er við að tryggja öryggi nemenda og starfsmanna eins og kostur er. Rýmingarleiðir eru merktar í öllum kennslustofum. Ef eldur er laus í skólanum fer viðvörunarkerfi í gang.
 
Í hverri stofu er rýmingaráætlun, rýmingarleiðir, bekkjarlisti og rauð og græn spjöld. 

Rýmingaráætlun Flaltaskóla
Fari brunakerfið af stað
Húsvörður og skólastjórnandi fara að stjórntöflu og aðgæta hvaðan brunaboðið kemur. Ritari er látinn vita              hvort á að rýma húsnæðið og hvaðan boðið berst.
Starfsmenn og nemendur halda kyrru fyrir og bíða rólegir frekari fyrirmæla.
Skólaritari tilkynnir í kallkerfi hvort rýma skal skólann og hvar eldur er.
Skólaritari hefur samband við slökkvilið í síma 112 og tilkynnir um eld. Skólaritari tekur með sér möppu með            öllum bekkjarlistum.
Kennarar undirbúa rýmingu kennslustofunnar. Nemendur fara í röð. Kennari tekur með sér, bekkjarlista og              rauð og græn spjöld.
Nemendur fara í skó ef hægt er og ganga rólega út. 
Allir fara á söfnunarsvæði á battavellina við skólann. Börnin í 4 og 5 ára bekk og í 1.   4. bekk fara á                            battavöllinn vinstra megin séð frá skólanum og börn í 5.-7. bekk hægra megin (nær íþróttahúsinu).
Allir starfsmenn og nemendur eiga að fara út á söfnunarsvæði.
Hver umsjónarhópur raðar sér upp í beina röð við viðkomandi númer sem er á vegg battavallar og snúa í átt            að skólanum.
Kennarar fara yfir bekkjarlista. Ef allir eru komnir út lyftir kennari upp grænu spjaldi en rauðu ef einhvern                vantar.  
Skólastjórnendur fara á milli hópa og fá upplýsingar um hvort allir hafi skilað sér út og gera viðeigandi                      ráðstafanir ef einhvern vantar.
Slökkviliðið kemur. Skólastjórnandi og húsvörður gefa varðstjóra upplýsingar.
Farið með börn og starfsfólk af svæðinu í íþróttahúsið og tilkynning send til foreldra. Fulltrúi slökkviliðs talar            við hópinn. Foreldrar eða forráðamenn sækja nemendur og skipulögð er endurkoma í skólann.
 
Hlutverk starfsmanna
Kennslustofur: Kennarar sjá um að rýma stofur.
Útgangar: Skólaliðar viðkomandi svæðis gæta þess að allir fari út – þeir athuga vel salerni og ganga.
Matsalur nemenda: Starfsmenn sem eru í matsalnum sjá um að rýma salinn.
Kaffistofa starfsmanna: Matráður stýrir rýmingu.
Bókasafn: Starfsmaður á bókasafni rýmir bókasafnið.
Skólaritari: Tekur með sér möppu með bekkjarlistum.
Skólastjórnendur: Gæta þess að rýming fari rétt fram og að allir skili sér út.
 
Sá sem síðastur fer út úr hverju rými skal loka öllum dyrum (ekki læsa) til að draga úr reykflæði um bygginguna og hindra útbreiðslu elds eins og hægt er. Ekki má nota lyftur.

Til baka

English
Hafðu samband