Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jarðskjálftar 

Jarðskjálftar gera sjaldnast boð á undan sér og því nauðsynlegt að gera öryggisráðstafanir fyrirfram og læra rétt viðbrögð. Hægt er að draga verulega úr hættu ef komið er í veg fyrir að þungir hlutir falli á starfsfólk og börn.  Því þarf að tryggja að hillur festar við vegg.
 

Viðbrögð við jarðskjálfta 

Við jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu. Leita skal skjóls og vera kyrr á öruggum stað innandyra, t.d. út í horni við burðarveggi fjarri gluggum. Viðbrögð við jarðskjálfta ættu að vera:

Krjúpa, skýla höfði og halda sér í eitthvað ef ekki er unnt að komast á opið svæði.  
Fara út í horn burðarveggja, KRJÚPA, SKÝLA höfði og HALDA sér ef unnt er. 
Fara í hurðarop, KRJÚPA, SKÝLA höfði og HALDA sér.  
Fara undir borð, KRJÚPA, SKÝLA höfði og HALDA í borðfót.
 
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans hefur gefið út leiðbeiningar um Viðbrögð við jarðskjálfta.

 

Til baka

 
English
Hafðu samband