Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsfólk skólans

Alvarleg veikindi starfsmanns skólans:
Skólastjóri/áfallaráð ákveður í samráði við viðkomandi starfsmann hvernig tilkynna skuli nemendum                          veikindin.

Alvarleg slys starfsmanns skólans:
Áfallaráð ákveður í samráði við viðkomandi starfsmann eða aðstandendur hans hvernig tilkynna skuli                        nemendum slysið.

Andlát starfsmanns:
Skólastjóri leitar staðfestra upplýsinga um andlátið.
Skólastjóri upplýsir allt starfsfólk skólans um andlátið.
Skólaritari skólans sér um að tilkynna þeim sem fjarri eru.
Gæta þarf að náin skyldmenni hins látna, sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega en              ekki yfir hópinn.
Áfallaráð fundar um hvernig tilkynna eigi nemendum andlátið.
Ef umsjónarkennari fellur frá tilkynnir skólastjóri ásamt aðila úr áfallaráði og sóknarpresti umsjónarbekk                  andlátið og hlúir að bekknum.
Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum um andlátið skuli komið til forráðamanna nemenda.
Skólastjóri ásamt aðila úr áfallaráði fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns.
Skólinn sendir samúðarkveðju til nánustu aðstandenda.

Andlát maka/barns starfsmanns:
Skólastjóri leitar staðfestra upplýsinga um andlátið.
Skólastjóri upplýsir allt starfsfólk skólans um andlátið
Skólaritari skólans sér um að tilkynna þeim sem fjarri eru.
Gæta þarf að náin skyldmenni hins látna, sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega en              ekki yfir hópinn
Ef maki/barn umsjónarkennara fellur frá tilkynna skólastjóri eða aðili úr áfallaráði umsjónarbekknum                        andlátið.
Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum skuli komið til forráðamanna nemenda.
Aðilar úr áfallaráði veita þeim kennara sem tekur við bekknum aðstoð næstu daga. Áfallaráð tekur ákvörðun            um hvernig upplýsingum um andlátið skuli komið til forráðamanna nemenda.
Skólastjóri fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns.
Skólinn sendir samúðarkveðju til nánustu aðstandenda.
 
Til baka.
 
English
Hafðu samband