Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikið samstarf er með yngri bekkjum skólans og 4 og 5 ára bekknum og taka nemendur hans m.a. þátt í morgunsamveru ásamt öllum árgöngum skólans þrisvar í viku. Farið er í leikfimi, tónmennt og heimilisfræði ásamt því að læra í gegnum leik og starf og leika sér frjálst úti og inni. Ferðir eru farnar á haustin og vorin og einnig er farið í skíðaferð með skólanum, en nemendur deildarinnar taka alloft þátt í þeim þemaverkefnum sem skólinn tekur fyrir hverju sinni. 7. bekkur er vinabekkur 4 og 5 ára bekkjar.  Þeir hittast af og til yfir skólaárið og gera eitthvað skemmtilegt saman og eru 7. bekkingar duglegir að aðstoða þá yngri í leik og starfi.

GSM númer inn á deild er 617 1573

Reglur um innritun í 5 ára bekk Flataskóla

 

 

English
Hafðu samband