Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nú hefur fyrsti hópur lokið vinnu sinni á námskeiði í hreyfimyndagerð. Nemendur byrja á því að setja niður hugmynd á blað og útbúa síðan gróft handrit. Þá er tekið til við að útbúa leikmynd og í kjölfarið eru sögupersónur útbúnar úr leir. Þegar þetta er tilbúið er hafist handa við að taka upp stuttmyndina en nemendur sjá þar alfarið um upptöku, klippingu, hljóð, texta o.s.frv. Það má því segja að sköpunin sé mikil á þessu námskeiði eins og sjá má á mynd Ragnheiðar Sóllilju og Brynju Lindar sem nefnist „Brúðkaup“ en myndina má einmitt horfa á hér.

 Brúðkaup: Ragnheiður Sóllilja og Brynja Lind.

Þá hefur annar hópur lokið námskeiði hjá Höllu Rósenkrans kennara og hlutu tvö myndbönd viðurkenningu að þessu sinni.  Jólastubbar og Dýragarður eftir Ingunni og Söru Hlín annars vegar og Klöru, Hafdísi Katrínu og Júlíu Ösp hins vegar.Við mat á myndböndunum hafði kennari það til viðmiðunar að handrit væri skiljanlegt og gott, myndskeiðin skýr, leiksviðið og persónur vel gerðar og að fram kæmi í myndbandinu hverjir gerðu myndina og hvað þeir gerðu. 

 Jólastubbar: Ingunn og Sara Hlín

 

 

Dýragarður: Klara, Hafdís Katrín og Júlía Ösp

Þriðji hópur hefur nú lokið námskeiði hjá Höllu Rósenkranz kennara en hér má sjá fjögur flottt myndbönd sem unnin voru hjá þessum hópi: Angry birds, Dýragarður, Körfubolti og The North Pole. Myndböndin Dýragarður og The North Pole fengu sérstaka viðurkenningu. Við mat á myndböndunum hafði kennari það til viðmiðunar að handrit væri skiljanlegt og gott, myndskeiðin skýr, leiksviðið og persónur vel gerðar og að fram kæmi í myndbandinu hverjir gerðu myndina og hvað þeir gerðu.

 Angry birds

 

 Dýragarður

 

 Körfubolti

 

 The North Pole
English
Hafðu samband