Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samkvæmt grunnskólalögum nr. 66/1995 er starfrækt nemendaverndarráð í skólanum. Það starfar samkvæmt reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum, Stjórnartíðindi B nr 388/1996.

Skipað er sérstaklega í nemendaverndarráð en þar eiga sæti aðstoðarskólastjóri, umsjónarmenn sérkennslu, hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur skólans.

Hlutverk:

  • að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi sérkennslu, heilsugæslu og aðra sérfræðiþjónustu
  • að vera skólastjórnendum til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur skv. reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum
  • að starfa að velferðarmálum nemenda og hafa yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd sérkennslu í skólanum

Starfsfyrirkomulag: 

  • Fundir eru haldnir reglulega og situr félagsráðgjafi frá Fjölskyldu- og heilbrigðissviði nemendaverndarráðsfundi mánaðarlega.
  • Starfsmenn skólans geta óskað eftir fundi í nemendaverndarráði um sérstök málefni með því að fylla út beiðni.
  • Umsjónarkennari getur óskað eftir umfjöllun nemendaverndarráðs um umsjónarnemanda sinn og skal kennarinn gera foreldrum viðvart um umfjöllunina fyrir fundinn.
  • Leitast er við að taka málefni fyrir eins fljótt og hægt er eftir að beiðni berst.
  • Nemendaverndarráð skráir stöðu málsins, fjallar um það faglega, leggur fram tillögur og fylgist með framvindu mála.
  • Ráðið getur kallað á sinn fund þá aðila innan skólans og utan sem það telur að geti upplýst sig um ákveðin málefni
  • Full trúnaðarskylda fundarmanna gildir á öllum fundum nemendaverndaráðs.
English
Hafðu samband