Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjórn nemendafélagsins er skipuð fulltrúum nemenda úr öllum árgöngum þ.e. í 4 og 5 ára bekk til 7. bekkjar, einum dreng og einni stúlku úr hverjum árgangi og einum dreng og einni stúlku til vara. Fundir eru haldnir nokkrum sinnum á skólaári á skólatíma og á þá mæta ýmist aðal- og varafulltrúar eða aðeins aðalfulltrúar. Á fundum eru tekin upp ýmis mál sem varða skólastarfið og m.a. fylgt eftir málum frá skólaþingum. Aðstoðarskólastjóri er ábyrgðaraðili fyrir nemendafélagið.

Val á fulltrúum í stjórn nemendafélagsins fer þannig fram að áhugasamir nemendur gefa kost á sér. Þeir skrifa nafn sitt á miða og síðan dregur umsjónarkennari eða fulltrúi nemenda úr miðunum. Fulltrúar eru valdir til eins árs í senn. Fulltrúar nemenda í 7. bekk sitja sem nemendafulltrúar í skólaráði.

Nemendaráð 2017-2018:

 • Petra Guðríður úr 4 og 5 ára bekk
 • Þórólfur úr 4 og 5 ára bekk
 • Auguste úr 1. bekk
 • Aron úr 1. bekk
 • Benjamín úr 2. bekk
 • Kamilla úr 2. bekk
 • Vigdís úr 3. bekk
 • Ríkharður úr 3. bekk
 • Stefán Jökull úr 4. bekk
 • Ingibjörg Ásta úr 4. bekk
 • Ragnheiður Lovísa úr 5. bekk
 • Jón Lloyd úr 5. bekk
 • Elísabet Millý úr 6. bekk
 • Andri Snær úr 6. bekk
 • Emilía Ómars úr 7. bekk
 • Snorri Þór úr 7. bekkEnglish
Hafðu samband