Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Við íþróttakennsluna er haft að leiðarljósi að markvisst íþrótta- og hreyfinám hefur ekki aðeins góð áhrif á líkamlega heilsu hvers nemanda, heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á andlega og félagslega líðan. Eitt það mikilvægasta, sem hver skóli getur veitt nemendum sínum, er að styrkja sjálfsmynd hans og vellíðan. Slíkt er hægt að gera með markvissum æfingum og leikjum þar sem þroskaþættir eru hafðir að leiðarljósi.
Jákvæð upplifun íþróttakennslu í skólum getur lagt grunninn að heilsusamlegum lífsstíl hvers nemanda. Með jákvæðri upplifun af íþróttum, þar sem gleði og ánægja ríkir, eykst einnig vinnugleði og vellíðan sem hefur áhrif á allt skólastarfið. Þá getur góð og markviss kennsla einnig styrkt stoðkerfi líkamans og bætt líkamsreisn. 
Kennsla 1., 2. og 3. bekkja er mest í formi leikja og æfinga, þar sem lögð er áhersla á að hver og einn finni sig í þátttöku leikja, sem einstaklingur og í hóp. Nemendur fá að kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum og grunnþáttum þeirra. Að hausti er 3. bekkjum kennt á víxl eina viku inni og eina viku úti, þannig gengur það fram í miðjan október en þá færast allir inn. Eftir páska er svo tekinn upp sami háttur aftur. 1. og 2. bekkur er alltaf inni, nema að kennari ákveði annað.
Kennsla 4., 5., 6. og 7.bekkja fer fram í lotum. Þannig fær hver íþróttagrein 3 - 4 vikur eða 6 - 8 kennslustundir, hverri lotu lýkur svo með námsmati. Nemendur fá þannig að kynnast hverri íþróttagrein mun betur og innviðum hennar. Þessi háttur hefur gengið mjög vel og líkar nemendum vel við þessa breytingu. Kennarar hafa einnig verið mjög sáttir við útkomuna.

Námsmat nemenda í 1.,2., og 3. bekk er veitt með umsögn um árangur þeirra og frammistöðu yfir skólaárið. Nemendur eldri bekkja fá einkunn í tölustöfum. Einkunnin byggir á fimm íþróttagreinum sem teknar eru fyrir á hverri önn. Hver íþrótt gildir 20% í heildareinkunn. Einkunn hverrar íþróttar fyrir sig skiptist annars vegar í mat kennara á áhuga, hegðun, mætingu, virkni nemanda og hvernig farið er eftir fyrirmælum og hins vegar skiptist einkunnin í frammistöðu á prófum í hverri íþróttagrein fyrir sig.

Kennsluáætlun í íþróttum vorönn 2016 - eldri nemendur

Kennsluáætlun í íþróttum vorönn 2016 - yngri nemendur

Bréf til foreldra um sund og íþróttir 

Sundstig - lýsing

Íþróttakennara mælast til þess að nemendur mæti með sundgleraugu í tímana. Einnig að stúlkur mæti með sundboli og drengir með sundbuxur sem eru ekki allt of síðar.

English
Hafðu samband