Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Markmið heimanáms er að dýpka og festa í sessi þekkingu, æfa ákveðna námsþætti og að nemendur temji sér skipulögð vinnubrögð.
Þátttaka foreldra í heimanámi er afar mikilvæg fyrir barnið. Bæði á þann hátt að sýna áhuga á vinnu barnsins, fylgjast með gengi þess í náminu, veita aðstoð og ekki síst að veita aðhald þegar þess er þörf. Fyrstu árin felst aðstoðin aðallega í að hlusta á heimalestur og ræða efnisinnihaldið. Smám saman verða verkefnin fleiri og flóknari. Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við kennara ef þeir hafa spurningar eða athugasemdir vegna heimanáms.
English
Hafðu samband