Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Allir nemendur fá kennslu í upplýsingatækni strax í upphafi skólagöngu sinnar. Í öllum árgöngum er lögð áhersla að nemendur umgangist tölvuna sem verkfæri í skólastarfi. Lögð er áhersla á að samþætta tölvu- og upplýsingatækni sem víðast við allar námsgreinar og að nemendum verði eðlilegt að nýta tæknina sem sjálfsagt verkfæri í námi sínu. Í fyrstu árgöngunum er lögð mikil áhersla á að nemendur temji sér réttar vinnuaðferðir við notkun tölvunnar svo sem vinnustellingar, fingrasetningu og orðanotkun tengda tölvunotkun. Íslenskt viðmót er á öllum nemendatölvum skólans. Nemendur fara reglulega í tölvuver með kennara sínum og nýta sér einnig skjávarpa og fartölvur úr fartölvuvagni í stofunum. Einnig hefur hver árgangur spjaldtölvur til afnota sem notaðar eru til þjálfunar og við ákveðin verkefni.

Mynd af fingrasetningu á lyklaborði 

Hvert á hvaða fingur að fara?

Af hverju blindskrift? (Efni tekið af vef eftir Rósu Guðmundsdóttur)

Tölvureglur    

English
Hafðu samband