Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lykilhæfni í Flataskóla


Lykilhæfni snertir allt almennt nám og allar námsgreinar. Í Flataskóla er unnið að öllum lykilhæfniþáttunum fimm með ýmsu móti á öllum námsárum. Lykilhæfniþættirnir eru skilgreindir á hverju skólastigi fyrir sig og þannig gerðir aðgengilegir fyrir foreldra og nemendur.

Lykilhæfnin felst ekki einungis í frammistöðu í tímum heldur einnig í því hvernig nemendur standa sig í skólanum almennt, í félagslífi, frímínútum o.s.frv. Í Flataskóla er lögð áhersla á námsmöppur sem styðja vel við lykilhæfni. Þar reynir mikið á markmiðasetningu, áætlanagerð og sjálfsmat nemenda. Með reglulegri ígrundun í ferilmöppum leitast nemendur við að kynnast sér sem námsmanni og fylgjast vel með eigin námsframvindu.

Til baka
English
Hafðu samband