Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðferðir við mat

Metið er samkvæmt viðmiðum um námsmat í aðalnámskrá grunnskóla, kafla 9.4. Sjá aðalnámskrá grunnskóla á vefslóðinni www.namtilframtidar.is.

Lögð er áhersla á skýr markmið í námi hvers nemanda. Markmiðin eru kynnt í námsáætlunum sem eru birtar á Mentor. Notað er leiðsagnarmat sem byggist á því að nemandi og kennari velti fyrir sér framvindu náms og hvernig nemendur geti náð betri árangri.

Mat á námi nemenda er byggt á símati út frá mismunandi gögnum:

Munnleg -, verkleg-, skrifleg- og myndræn verkefni.
Próf, kannanir og skimanir af ýmsu tagi.
Vinnubækur og verkmöppur.
Þátttaka í samræðum, tjáning og virkni.
Einstaklings- og hópverkefni.
Sjálfsmat og jafningjamat.
Vettvangsathuganir og þemaverkefni.
Matskvarðar sem lagðir eru til grundvallar námi og kennslu.

Lögð er áhersla á að matið sé áreiðanlegt, óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt. Metnir eru allir þættir námsins, þekking, leikni og hæfni með hliðsjón af viðmiðum í aðalnámskrá. Til þess að svo verði þarf að meta nemanda á eigin forsendum og í samanburði við aðra.

Matið byggist á skriflegum vitnisburði sem er safnað saman í möppu sem nemendur flytja á milli heimilis og skóla. Þannig fá forráðamenn skýra mynd af stöðu barnsins. Að vori fá nemendur lokamat með umsögn auk þess sem símat vetrarins er allt í námsmatsmöppunni.

 Til baka

 

English
Hafðu samband