Árganganámskrár eru yfirlit yfir nám og kennslu hvers skólaárs í viðkomandi árgangi. Þar koma fram upplýsingar um markmið skólaársins 2021-2022.
Skólaárið 2021-2022 ætlar Flataskóli að stíga viðbótarskref í átt að hæfnimiðuðu námi. Haustið 2021 var áhersla lögð á að setja námskrárnar upp í samræmi við hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla. Kennarar völdu hæfniviðmið úr námskránni sem þeir ætla að vinna með og skilgreindu viðfangsefni sem ýta undir þá hæfni sem stefnt er að og leiðir til að fara.