Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikilvægt er að nemendur borði staðgóðan morgunmat áður en þeir koma í skólann. Í Flataskóla er lögð áhersla á hollt matarræði.  Því hafa verið sett fram þau viðmið að nemendur hafi ávallt með sér hollt og gott nesti og eru foreldrar beðnir að virða það og senda nemendur ekki með annað í skólann.

Í morgunhressingu sem er um kl. 9:30 er í boði að koma með ávexti, grænmeti og brauðsneið og með því er drukkið vatn.  Allt sælgæti, orkustangir, djús og tyggjó eiga nemendur að skilja eftir heima.

Í hádegishléi borða nemendur í matsal. Þá býðst nemendum að kaupa heitan mat frá fyrirtækinu Skólamat (skrá sig í áskrift á heimasíðu) eða koma með hollt nesti að heiman.

Samkvæmt reglum frá Heilbrigðiseftirlitinu mega yngri nemendur ekki meðhöndla heitt vatn í matsal grunnskóla (þar með talið úr örbylgjuofnum). Að mati Heilbrigðiseftirlitsins eiga grunnskólar að setja sér sérstakar reglur um notkun nemenda á hitunartækjum, t.d. örbylgjuofnum og samlokugrillum til þess að minnka líkur á slysum og bakteríumengun. Því gilda eftirfarandi reglur í matsal Flataskóla:

  • Nemendur í 1.-4. bekk mega ekki meðhöndla heitt vatn í mötuneyti skólans (þar með talið úr örbylgjuofnum).
  • Nemendur í  5.-7. bekk mega meðhöndla heitt vatn úr hitabrúsa, en þeir mega ekki hita það frekar í örbylgjuofni.
  • Nemendum ber að gæta hreinlætis og varkárni í meðferð matvöru og áhalda til þess að lágmarka líkur á slysum og bakteríumengun.

Með hádegismat drekka nemendur vatn. Aðra drykki er mælst til að nemendur skilji eftir heima.

Nokkrum sinnum á skólaárinu eru gerðar undantekningar í nestismálum nemenda. Það tilkynnir kennari nemendum og foreldrum sérstaklega. Það getur verið svokallað sparinesti sem nemendur fá að koma með í  sérstökum vettvangsferðum. Þá er átt við að nemendur megi koma með t.d. snúð, kleinu eða kex og drykki.

English
Hafðu samband