Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samstarf við nærsamfélag

Flataskóli á í samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki. 

Tónlistarskólinn í Garðabæ

Flataskóli á í miklu samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Nokkrir kennarar þaðan hafa starfsaðstöðu í skólanum og kenna hópi nemenda skólans i einkatímum á hljóðfæri.  Þeir tímar eru ákveðnir í samráði við foreldra og viðkomandi umsjónarkennara. Tónlistarskólinn býður yngri nemendum árlega á jólatónleika í tónlistarskólanum. Í tengslum við hátíðir og sérstakar uppákomur koma gjarnan gestir frá tónlistarskólanum og leika fyrir börnin.

Íþróttafélagið Stjarnan

Mikið samstarf er við íþróttafélagið Stjörnuna. Flestir nemendur skólans stunda íþróttir hjá Stjörnunni og eru árlega fjölmargir sameiginlegir fletir skólans og félagsins. Samskipti eru einnig vegna einstaka samskiptamála er tengjast bæði íþróttum og skóla. Íþróttafélagið styðst við sama verklag og skólinn bæði hvað varðar einelti og ofbeldi.           

Heimsóknir til fyrirtækja og stofnana 

Á vegum skólans er farið í heimsóknir í fjölmargar stofnanir og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Slíkar heimsóknir eru oftast í tengslum við námsefni. Skólinn fær líka reglulega heimsóknir frá ýmsum aðilum í samfélaginu sem koma og fræða börnin.

Stuðningur félagasamtaka

Ýmis félög styðja starf skólans á hverju ári. Lionskonur úr Lionsklúbbnum Eik koma árlega í heimsókn og standa fyrir vímuvarnarhlaupi. Með þeim kemur ávallt einhver afreksíþróttamaður sem fræðir nemendur á miðstigi um ávinning þess að stunda heilbrigt líferni. Kiwanisklúbburinn Setberg kemur árlega í heimsókn og færir yngstu nemendum skólans hjálma að gjöf.

Til baka 
English
Hafðu samband