Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útgáfutónleikar hjá 3. og 4. bekk kl. 13:20

20.05.2008

3. og 4. bekkir þriðjudaginn 20. maí kl. 13:20
Útgáfutónleikar Kórskóla 3. og 4. bekkja eru sannkallaðir stórtónleikar í Hátíðarsal skólans. Þar gefur að heyra afrakstur vetrarstarfs Kórskólans og þeirra viðburða sem Kórskólinn hefur tekið að sér, innan skóla og utan. Upptaka geisladisksins „Það er svo gott að liggja í mjúkum mosa“ fer fram í tónmenntastofu Flataskóla 9. maí n.k . Upptökustjórn er í höndum Gunnars Richardsonar forstöðumanns Garðalundar. Þetta er þriðja árið í röð sem Flataskóli og Garðaskóli taka höndum saman um útgáfu hljómdisks. Diskurinn er seldur í forsölu á 500 kr. stykkið, en nokkur eintök verða jafnframt til sölu við innganginn á tónleikadegi. Með útgáfutónleikunum lýkur formlegu starfi Kórskólans skólaárið 2007-´08. Forsvarsmenn Kórskólans þakka samstarfið í vetur og bjóða alla hjartanlega velkomna á útgáfutónleikana meðan húsrúm leyfir.

Til baka
English
Hafðu samband