Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær árangur Flataskóla

24.01.2008

Um helgina fóru fram úrslitaleikir í handboltamóti á Litla EM - skólamóti HSÍ og Kaupþings fyrir nemendur 6. bekkja. Mótið tókst afar vel, yfir 200 börn víðs vegar af höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í því, fyrir utan þau 600 börn sem tóku þátt í undankeppnunum sem fóru fram á haustmánuðunum.

Alls tóku yfir 80 lið frá yfir 40 skólum (eitt stúkna og eitt drengja lið frá hverjum skóla) þátt í undankeppnunum sem félögin héldu, sem þýðir að yfir 800 börn tóku þátt í mótinu.
Strákarnir okkar komust alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar í hörkuleik. Drengirnir stóðu sig með prýði innan vallar sem utan og voru vel að silfrinu komnir.

Á myndinni eru þeir: Ólafur Arnar 6.HSG, Egill 6.RF, Birgir Orri 6.EM, Tómas Orri 6.EM, Aron 6.EM, Hinrik 6.RF, Erlingur 6.EM, Þorsteinn Ari 6.EM, Jón Egill 6.HSG og Egill Ragnar 6.EM.

Til baka
English
Hafðu samband