Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Loksins! Skólastarf frá 4. maí 2020

30.04.2020
Loksins! Skólastarf frá 4. maí 2020

Mánudaginn 4. maí hefst venjubundið skólastarf á nýjan leik og veður opið í 4. og 5. ára bekk frá kl. 8-17. Það verður gott að koma öllu í sem eðlilegasta form á ný.

Þó sagt sé að skólahald verði með óbreyttu sniði þá verða enn töluverðar takmarkanir í gangi í skólanum og þá helst sem snýr að starfsfólki og foreldrum.

Börn

  • Börn með kvef eða flensueinkenni komi ekki í skólann heldur verði heima.
  • Einungis verður notaður inngangur 4 og 5 ára bekkjar á suðurgangi skólans þegar komið er með börnin og þau eru sótt. Sami inngangur og hefur verið notaður undanfarnar vikur (inngangur sem tilheyrir 4 og 5 ára bekk). Ekki verður í boði að ganga í gegnum skólann.
  • Foreldrar mega aðeins koma inn í fataklefann en eru vinsamlega beðnir um að koma ekki inn í kennslustofurnar hvorki þegar komið er með barn að morgni né þegar það er sótt síðdegis.
  • Ef nokkur börn eru sótt á sama tíma er mikilvægt að foreldrar vinni saman með að halda góðri fjarlægð sín á milli í fataklefanum.
  • Mögulega verða börnin á útisvæði í lok dags að einhverju leiti.
  • Þegar barn kemur í skólann hvern morgun verður fyrsta verkefni þess að þvo hendur vel.
  • Útiföt barnanna mega vera í fataklefum alla vikuna en eins og áður þá á að taka útifötin heim um helgar.
  • Börnin borða hádegismatinn í Krakkakoti eins og áður var


Foreldrar
Það verður ekki í boði fyrir foreldra að ganga með börnum sínum í gegnum skólann.

  • Þar sem gæta þarf að því ekki verði of margir foreldrar í fataklefa á sama tíma þurfa mögulega einhverjir að hinkra.
  • Það gæti því tekið örlítið lengri tíma að koma með eða sækja börnin
  • Foreldrar hvattir til að nota handspritt þegar þeir koma inn í fataklefa

Frekari upplýsingar verða birtar síðar varðandi skólaslit, útskrift 5 ára barna.

Til baka
English
Hafðu samband