Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarfið í lok vorannar

19.06.2018
Skólastarfið í lok vorannar

Nemendur í 4/5 ára bekk tóku þátt í listadögum barna og ungmenna í Garðabæ og bjuggu til risastórt stafróf sem var hengt upp frammi á ganginum.  Þá voru búnar til myndir með því að sprengja sápukúlur á blað. Listadagahátíð var heimsótt þar sem boðið var upp á samsöng og Sirkus Íslands sýndi trúðaatriði. 

Lubbi tók aftur til starfa í byrjun maí og unnið var með hljóð og stafi eins og Éé og Ææ.  Verkefni tengd Blæ í vináttu voru m.a. nuddæfingar, nuddsögur og leikirnir "Hver er undir teppinu", "Fram fram fylking" og reiptogsleikurinn. Farið var yfir umferðareglurnar og öryggi í umferðinni.

Nemendur tóku þátt í UNICEF hlaupinu á Samsung vellinum með öllum nemendum skólans.

Dótadagur var haldinn miðvikudaginn 9. maí þar sem börnin komu með leikfang að heiman. 

Í verkefninu Brúum bilið milli skólastiga hittust nemendur í 4/5 ára bekk og 1. bekk og farið var í gönguferð á næsta róluvöll til að leika sér saman. Samstarfinu lauk síðan með lokahátíð sem haldin var þriðjudaginn 5. júní. 

Húsdýragarðurinn var heimsóttur og farið var með nesti snemma um morguninn og dvalið fram undir hádegi.

Flataskólaleikarnir voru miðvikudaginn 30. maí þar sem börnin tóku þátt í ýmsum leikjum með eldri nemendum skólans og hægt er að lesa frekar um það í frétt á vefsíðu skólans.

Skólaslit voru föstudaginn 8. júní í hátíðarsal skólans þar sem foreldrum var boðið að koma og vera viðstaddir og eftir þau buðu foreldrar upp á sameiginlegt veisluborð. 

Tveir sumarstarfsmenn hafa hafið störf og þær heita Agnes og Elísa.

Þar sem skrifstofa skólans verður lokuð í sumar er hægt að hringja beint í leikskóladeildina í síma 6171573.

Til baka
English
Hafðu samband