Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þriðja vikan í apríl

23.04.2018
Þriðja vikan í aprílÍ hópastarfinu í vikunni kenndi Lubbi hljóðið Ðð og það var skoðað vandlega hvar það kæmi fyrir inn í orðum og lúðan notuð til að tákna það. Þá var einnig tekið fyrir hljóðið Þ og orð sem byrja á því. Svo var rætt um hvernig væri að vera skilin út undan í vináttuverkefninu og farið í leikinn "Hver er undir teppinu?" Tölurnar 3 og 4 voru skoðaðar og unnið með hugtök þeirra. Það voru drekarnir og risarnir sem fóru á bókasafnið en birnirnir í heimilisfræðina til að baka stafinn sinn og búa til töfradrykk. Á dagskrá er að rölta á barnahátíðina fimmtudaginn 26. apríl sem verður haldin á túninu vestan við Skátaheimilið og Bæjarból milli 10:00 og 10:45.
Til baka
English
Hafðu samband