Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vika 2 í apríl

16.04.2018
Vika 2 í apríl

Hefðbundið starf fór fram í síðustu viku. Rætt var um vináttu, um líðan fólks og ánægju og í framhaldi af því var farið í "nuddsögu" á bakið. Lubbi kom við sögu eins og alltaf og nú var það erfiði stafurinn Rr og unnið með hann á ýmsan hátt. Tölustafirnir 1 og 2 voru æfðir og skrifaðir. Farið var í leikina "Hver er undir teppinu" og "Hver stal kökunni"  sem eru alltaf vinsælir. Smiðjurnar voru á sínum stað og á bókasafninu var tekið í tafl og hlustað á söguna um hana Karólínu sem átti afmæli. Stafabakstur og töfradrykkjagerð fór fram í heimilisfræðistofunni og er alltaf óblandin ánægja að fá að fara þangað og sýsla með verkfærin sem þar er að finna.

Nokkrir nemendur fengu að leika sér með bjölluna "BeeBot" og bjuggu þeir til leikteppi til að leyfa henni að keyra á. Sjá nánar frétt á heimasíðu skólans. Í vikunni hefjast listadagar barna í Garðabæ og er yfirskriftin "Sköpunargleði. Munu allir nemendur skólans taka þátt í þeim. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband