Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti apríl pistill

08.04.2018
Fyrsti apríl pistill

Farið var í Bláfjöll í vikunni eftir páska og komu margir foreldrar með börnunum og aðstoðuðu. Margir nemendur fóru á skíði og nokkrir á sleða. Sumir voru að stíga sín fyrstu skref á skíðunum og voru þeir bara snöggir að ná tækninni. Veðrið lék við okkur þótt nokkur gola væri efst í brekkunum. Annars voru fastir liðir eins og venjulega á dagskrá í vikunni, það var teiknað um skíðaferðina í viðburðabókina, Lubbi var á sínum stað og í þetta sinn var unnið með stafinn Þþ. Í Talnalandi kynntust nemendur plúsmerki og jafnaðarmerki og notuðu þeir dýr sem þeir töldu til að leika sér með þessi tákn. Smiðjuvinnan var með einingakubba, íþróttir og tónmennt hjá Ingu Dóru. Drekar og Birnir fóru á bókasafnið og þar var teflt og lesin saga um Einar Áskel, skemmtilega norska strákinn. Töfradrykkur var búinn til í heimilisfræði og voru það risarnir sem voru þar að verki og bökuðu þeir einnig stafinn sinn í brauði. Skíðamyndir er að finna í myndasafni skólans og myndband úr ferðinni er hér fyrir neðan.

 

Til baka
English
Hafðu samband