Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Annar mars-pistill

19.03.2018
Annar mars-pistill

Í fyrri vikunni sá Lubbi um lestrarkennsluna að vanda Kk-stafurinn var krufinn og skoðaður ofan í kjölinn. Vináttubangsinn Blær vakti máls á þeim sem vill alltaf stjórna í leikjum og börnin unnu saman tvö og tvö í hóp að því að teikna og perla í tengslum við verkefnið. Talan átta og hugtakið var rætt og páskaföndrið hófst. Smiðjur voru á sínum stað þ.e.a.s. einingakubbar, íþróttir og tónmennt, heimsókn á bókasafnið og drekarnir bökuðu pizzu. 

Seinni vikan var svipuð þeirri fyrri nema að þá var öllum nemendum boðið á Flatóvision á fimmtudeginum þar sem nemendur í 4. unnu með sínu atriði Is it true. Lubbi bauð upp á Öö stafinn og Blær talaði um svipbrigði, það, að vera glaður og sorgmæddur á svipinn. Nemendur töldu ýmsa hluti í Talnalandi og á bókasafninu var lesin fyrir þá sagan um óskasteininn og risarnir bökuðu pizzuna þessa vikuna.

Til baka
English
Hafðu samband