Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti fréttapistill í mars

06.03.2018
Fyrsti fréttapistill í mars

Fastir liðir voru eins og venjulega í síðustu viku, börnin unnu í smiðjunum með einingakubba, fóru í íþróttir og tónmennt og tveir hópar fóru á bókasafnið á föstudaginn og í heimilisfræðinni bökuðu birnirnir kanelsnúða. Sagðar voru sögur í viðburðarbókina með teikningum og frásögn um vetrarfríið. Blær bangsi var tekinn fram og rætt var um líðan þess sem skilinn er útundan í leik og einnig var rætt um hlutverkaleiki, um hve margar mömmur og pabba mætti hafa í einum leik. Lubbi lagði til málhljóðið Tt og tromman var að sjálfsögðu tekin fram og látin mynda hljóðið. Skíðaferðin sem átti að vera í dag frestaðist vegna veðurs. 

Til baka
English
Hafðu samband