Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttapistill febrúar

02.03.2018
Fréttapistill febrúar

Haldið var áfram með verkefnið "Brúum bilið milli skólastiga" þar sem nemendur fara í heimsókn milli skólastiga. Að þessu sinni fór annar helmingur nemenda í heimsókn til nemenda í 1. bekk og hinir sem eftir voru tóku á móti gestum úr 1. bekk í heimastofu sinni.

Lubbi var á sínum stað og tekið var fyrir málhljóðið Pp, unnið var með tölustafinn og hugtakið sjö. Smiðjur og bókasafn voru á sínum stað og í heimilisfræði bökuðu drekarnir kanilsnúða.

Þar sem nemendur í grunnskólanum voru í vetrarfríi næst síðustu vikuna í febrúar en ekki nemendur í 4/5 ára var einnig sett vetrarfrísvika þar.  Engar smiðjur voru þá vikuna og í staðinn léku nemendur sér frjálst allan daginn og höfðu það notalegt í rokinu sem ríkti úti þá viku.

Til baka
English
Hafðu samband