Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttaskot frá seinni hluti janúarmánaðar

29.01.2018
Fréttaskot frá seinni hluti janúarmánaðar

Samkvæmt venju lestrarnámið í fyrirrúmi og voru málhljóðin F og S tekin fyrir að þessu sinni. Farið var í leiki og ýmislegt föndrað sem tengist þessum hljóðum. Lesið var um Fjólu sem býr á Fáskrúðsfirði og Sunnu og Snorra sem heimsóttu Sólmund í Stykkishólmi til að festa hljóðin enn betur í sessi.  Unnið var með bókina "Bláa hnöttinn" en mörg barnanna hafa einmitt farið á leikritið sem verið er að sýna núna í leikhúsinu og bókin var lesin í sögustund. Það má líka koma með bók í skólann sem hægt er að lesa fyrir börnin í samverustundinni. Enn hefur ekki tekist að fá starfsmann í staðinn fyrir Dagnýju sem hætti um áramótin og hefur Helena skólaliði komið eftir hádegi til að bjarga málunum þar til úr leysist. 

 Vakin er athygli á erindi Urðar Njarðvík, sem er dósent við Sálfræðideild HÍ og fjallar það um samspil kvíða og hegðunarvanda barna. Hægt er að hlusta á það á vefnum:  https://livestream.com/accounts/11153656/events/8017441/player

Dagana 6. febrúar - þriðjudagur og 8. febrúar - fimmtudagur verða foreldraviðtöl og settur verður upp listi þar sem hægt er að skrá sig, þegar nær dregur. Þriðjudaginn 30. janúar er viðtalsdagur hjá grunnskólanum en ekki hjá 4/5 ára og verður sá dagur með hefðbundnum hætti.

Til baka
English
Hafðu samband