Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti fréttapistill ársins

11.01.2018
Fyrsti fréttapistill ársins

Takk fyrir góðar stundir á síðasta ári og óskir eru um að nýtt ár verði jafn heillaríkt fyrir skólastarfið okkar.
Þetta var það helsta sem var á döfinni í liðinni viku. Nýir hópar voru búnir til í smiðjunum í tónmennt, íþróttum og einingakubbunum. Ekki lengur eru notuð heitin gulur, rakuður og grænn hópur. Nú eru notuð heitin: birnir, risar og drekar og þetta er gert til að börnin kynnist betur innbyrðis og til að auka vinaflæði þeirra á milli. Annars verða mánahópur og sólarhópur áfram eins og áður.  Rætt var um vináttuna og hvað það er að vera góður vinur og skoðuð orð sem notuð eru og geta meitt. Vináttusól var búin til með höndunum og sungið lagið "Ég segi stopp".
Börnin bjuggu til "stór börn" með því að teikna útlínur af sjálfum sér á maskínupappír.  Vasaljósadagur var á mánudaginn og þá var farið í leikinn "Jón Spæjó". 
Dagný kennari kvaddi börnin í vikunni með því að gefa þeim ís. Hún ætlar að halda á vit ævintýranna í Háskóla Íslands. Hennar verður sárt saknað. Tvö ný börn byrjuðu hjá okkur í 5 ára hópnum en þau heita Sigríður Elín og Emil Henry. Við bjóðum þau kærlega velkomin til okkar.

Myndir með frétt

    Til baka
    English
    Hafðu samband