Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir síðustu viku

04.12.2017

Góður gestur kom í heimsókn í vikunni með leikhús í tösku, en hún Þórdís Arnljótsdóttir leikari kom eiginlega með jólin. Hún dró jólaleikrit upp úr töskunni sinni og sagði frá jólasiðum og jólasveinum og fengu nemendur í 1. bekk að vera með og hlusta.

Viðburðabókin var tekin fram og nemendur teiknuðu sig sjálf við að leika sér í snjónum. Svo sögðu þeir hinum frá myndinni sinni og sögunni sem var á bak við hana. Einnig teiknuðu nemendur vináttubangsana sína eftir að rætt var um hvernig hægt er að hjálpa hvert öðru ef einhverjum líður illa og hvað hægt er að gera þegar verið er að stríða. Áfram var haldið að vinna og föndra með málhljóðið "Uu" og tölustafinn þrjá. Þá voru smiðjurnar íþróttir og tónmennt á sínum stað.

Jólaþemadagar verða svo í vikunni 6. og 7. desember.

Til baka
English
Hafðu samband