Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vikupistill síðustu viku

27.11.2017
Vikupistill síðustu viku

Síðasta vika var með nokkuð svipuðu sniði og undanfarnar vikur. Flataskóli fékk viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF ásamt einum öðrum skóla og tveimur tómstundaheimilum og fór afhending hennar fram í sal Flataskóla að öllum nemendum viðstöddum. Börnin fóru að venju í tónmennt og íþróttir. Snjórinn var notaður til að búa til snjólistaverk og renna sér á rassþotum og í vináttuverkefninu var tekin fyrir umræðan um hlutverkaleiki. Lestrarkennslan var á sínum stað og nú var hljóðið Ee krofið með tilheyrandi verklagi. Tölur í stærðfræðinni voru notaðar á ýmsan hátt bæði verklegan og huglægan.

Til baka
English
Hafðu samband