Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vikan 6. til 10. febrúar

14.02.2017
Vikan 6. til 10. febrúar

Krakkarnir fengu að velja sér að sem umbun að vera með náttfatadag í vikunni vegna þess að þeir voru svo duglegir að æfa sig í að fara eftir reglum. Það þótti skemmtilegur dagur. Svo fóru nemendur í heimilisfræði og á bókasafnið. Í heimilisfræði skáru þeir niður ávexti og bjuggu til ávaxtasalat og fengu rjóma og súkkulaði með. Stafurinn T var tekinn fyrir í Mána- og Sólarhópum og orð með t-hljóðinu voru skoðuð og stafurinn skrifaður. Stjörnuhópurinn tók einnig fyrir stafinn T í bókinni Lubbi sem finnur málbein og fundu krakkanir mörg orð með hljóðinu T.  
Unnið var áfram í verkefninu K-PALS og var það í kennslustund 12 þar sem orð vikunnar var orðið "er".  Vináttuverkefnið um Blæ var undirbúið. Krakkanir áttu að koma með mjólkurfernu til að búa til lítið hús handa bangsanum sínum sem þeir fá að eiga og fylgir verkefninu. Bangsarnir fá nöfn sem hver krakki velur fyrir sinn bangsa. Stjörnuhópurinn spjallaði saman um umburðarlyndi og virðingu.

Í þessari viku eru foreldraviðtöl dagana 13., 14. og 16. febrúar. Einnig fara leikskólakrakkarnir með strætisvagni á tónleika í Hörpu á miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 11:00. Myndir eru í myndasafni skólans.Til baka
English
Hafðu samband