Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá liðinni viku

18.01.2017
Fréttir frá liðinni viku

Hér koma helstu fréttir frá síðustu viku. Eins og venjulega fór hópur í heimilisfræði og var það sólarhópur að þessu sinni og það voru bakaðir pizzusnúðar. Svo var haldið áfram með að skoða stafina og nú var það stafurinn J sem var tekinn til athugunar og yngri nemendurnir fengu sögu úr bókinni Lubbi sem finnur málbein og það var sagan um S. Í vináttuverkefninu var rætt um umhyggju og hugrekki og hvað það væri að vera hugrakkur vinur. K-PALS verkefnið var í gangi og þar er farið í hljóðaleiki og æfð umskráning. Í hljóðaleikjum læra börnin hvaða hljóð er fremst í orðum, svo voru skoðaðar myndir og leitað að orðum sem byrja á ákveðnu hljóði. Umskráning fer þannig fram að orðin eru borin fram og æfð, síðan eru tvö hljóð tengd saman t.d. á-s og m-á.
Fyrir utan þetta fóru nemendur bæði í tónment og íþróttir til Ingu Dóru, Jóns Bjarna og Hannesar.

Myndir eru komnar í myndasafn skólans.



Til baka
English
Hafðu samband