Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá 4 og 5 ára

04.10.2016
Fréttir frá 4 og 5 ára

Í dag hófu tveir nýir starfsmenn störf hjá 4 og 5 ára bekknum en það eru þær Sunna og Ragnhildur. Þá starfa núna í bekknum þær Fanney aðstoðarleikskólastjóri, Emilía deildarstjóri, Anna Elísabet og Sigríður Kristín kennarar og Lea Björk, Sunna og Ragnhildur aðstoðarkennarar. Þegar við litum við í morgun voru sumir krakkarnir að æfa stafinn l-L. Aðrir fengu að heyra skemmtilega söngva um stafinn d-D og enn aðrir voru að teikna og kubba og leika sér í litlum hópum. Starfsemin fer fram í þremur stofum sem bekkurinn hefur til umráða. Myndir sem teknar voru í morgun eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband